Í tilefni af 10 ára afmæli menningarhússins Hljómahallar í Reykjanesbæ verður blásið til afmælisveislu þar á morgun. Við heyrðum í Tómasi Young er framkvæmdastjóra Hljómahallarinnar.
Er orkuskortur á Íslandi? Þorgerður María Þorbjarnardóttir, Formaður Landverndar og Guðmundur Steingrímsson, doktorsnemi og stjórnarmeðlimur í Landvernd kíktu til okkar.
Íslendingar eru ferðaþyrstir þrátt fyrir verðbólgu og síhækkandi verðlag. Og Tenerife virðist vera svo vinsæl að jafnvel heimamönnum þykir nóg um eins og mótmæli þeirra gegn of mörgum ferðamönnum á eyjunni sýna. Þórunn Reynisdóttur forstjóri Úrvals Útsýn ræddi málið við okkur.
Síðar í apríl verður einn ástælasti tónlistarmaður þjóðarinnar áttræður og því verður fagnað með stórtónleikum um helgina. Skagfirski sveiflukóngurinn Geirmundur Valtýsson var á línunni hjá okkur.
Við fórum yfir fréttir vikunnar með Sigríði Dögg Auðunsdóttur fréttamanni á RÚV og nýendurkjörnum formanni Blaðamannafélagsins og Þórði Snæ Júlíussyni ritstjóra Heimildarinnar.
Tónlist:
Ásgeir Trausti - Upp úr moldinni.
Friðrik Dór Jónsson - Aftur ung (Dansaðu við mig).
Kate Bush - Wuthering Heights.
Una Torfadóttir - Um mig og þig.
Beatles - In My Life.
Geirmundur Valtýsson - Nú er ég léttur.
Geirmundur Valtýsson og Helga Möller - Ég Hef Bara Áhuga Á Þér.
Lenny Kravitz - Fly Away.