Morgunútvarpið

Pútín, uglur, hryðjuverkamál, eldgos, köld nótt, gleði á Græna og Ofurskál

Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Rússlands fór yfir viðtal sem fjölmiðlamaðurinn Tucker Carlson tók við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í gærkvöldi en enginn vestrænn fréttamaður hafði rætt við forsetann frá innrásinni í Úkraínu. Þá fór hann einnig yfir fyrirhugaðar kosningar í Rússlandi.

Gunnar Þór Hallgrímsson prófessor í dýrafræði sagði okkur af uglum, sérstaklega branduglum og af hverju þær lifa nokkurs konar rokkaralífstíl.

Margréti Valdimarsdóttur, doktor í afbrotafræði fór yfir hryðjuverkamálið svokallaða, en aðalmeðferð í málinu hófst í gær.

Svo virðist sem áfram hafi í nótt dregið úr virkni eldgossins milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, ræddi við okkur um stöðuna á Reykjanesskaga.

Sigurður Helgi Pálmason býr á Suðurnesjum en þar var nóttin köld. Hann sagði okkur frá því hvernig nóttin gekk og til hvaða ráða hann og hans fjölskylda gripu.

Sigtryggur Baldursson var á línunni norðan en hann og náfrændi hans Bogomil Font ætla troða upp á Græna hattinum um helgina og svo er nýtt lag komið út - sem fjallar um sjóða egg.

Ofurskálin eða Superbowl, einn stærsti sjónvarpsviðburður heims, fer fram á sunnudagskvöld. Valur Gunnarsson og Magnús Óliver Axelsson, stjórnendur NFL hlaðvarpsins Tíu jardarnir, hituðu upp með okkur.

Tónlist:

Elín Hall og Una Torfa - Bankastræti.

Stebbi og Eyfi - Helga.

Stevie Wonder - Signed, sealed, delivered.

Dina Ögon - Det lacker.

Bogomil Font og Greiningardeildin - Sjóddu frekar egg.

Taylor Swift - Style.

Billy Idol - Dancing with myself.

Frumflutt

9. feb. 2024

Aðgengilegt til

8. feb. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,