Morgunútvarpið

Lífshlaupið, vatnsvernd, sparnaður, garðyrkja að vetri, kynsjúkdómar og grindvísk ungmenni

Lífshlaupið hefst í dag og við heyrðum í Lindu Laufdal sérfræðingi á fræðslu- og almenningsíþróttasviði hjá ÍSÍ sem veit allt um tilurð og tilgang verkefnisins.

Viljayfirlýsing um þétta uppbyggingu á vatnsverndarsvæði var undirrituð á dögunum. Við ræddum við Jón Trausta Kárason forstöðumann vatns- og fráveitu hjá Veitum um vatnsvernd.

Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi fræddi okkur um sparnað.

Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur fór yfir garðverkin á þessum tíma árs.

Anna Margrét Guðmundsdóttir yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins skrifaði grein í Læknablaðið þar sem hún bar saman kynsjúkdóma Íslendinga fyrir 110 árum og nú. Hún fór yfir stöðuna og hvort margt hefur breyst.

Við heyrðum af óheppnum útskriftarárgangi í Grindavík, en tíundu bekkingar þar hafa ekki bara þurft takast á við afleiðingar náttúruhamfara heldur hafa heimsfaraldur og óveður haft af þeim nánast öll skólaferðalög sl. ár. Eva Lind Matthíasdóttir er foreldri nemenda í hópnum og hún sagði okkur frá lokatilraun þeirra til komast í útskriftarferð, þó allar fjáraflanir hafi farið í súginn sökum ástandsins.

Tónlist:

Hildur - I'll walk with you.

Black Crowes - Hard to handle.

Talking heads - Road to nowhere.

Jón Jónsson - Spilaborg.

Jónas Sig - Þyrnigerðið.

GDRN - Ævilangt.

Ampop - My delusions.

Frumflutt

7. feb. 2024

Aðgengilegt til

6. feb. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,