Morgunútvarpið

6. nóv. -Rússar og Kjarnorkuvopn, tap lífeyrissjóða, friðarsúlan o.fl.

Undir lok síðustu viku undirritaði Pútín Rússlandsforseti lög sem afturkalla staðfestingu Rússlands á sáttmálanum um algjört bann við tilraunum með kjarnorkuvopn (CTBT). Hvað þýðir þetta skref Rússa, ef eitthvað og er hægt merkja einhverjar áherslubreytingar í taktík Pútín þegar athygli heimsins hefur horfið frá honum um stund? Jón Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands verður á línunni.

Ólafur Margeirsson, doktor í hagfræði, skrifaði um það um helgina síðan í lok árs 2021 hafi eignir lífeyrissjóða minnkað um cirka 800 milljarða raunvirði, og nefndi aukið vægi erlendra hlutabréfa í eignasöfnum sjóðanna og verðfall þeirra og hærra vaxtastig á Íslandi sem ástæður þess. Við ræðum um það við hann og möguleikann á lífeyrissjóðir bæti áhættudreifingu eignasafnsins með því eiga íbúðir og leigja þær út.

Stefán Ólafsson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Eflingu, skrifaði á dögunum grein um norræn lífskjör og sagði þar basl almennt algengara og meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Við ræðum við Stefán um laun, fjárhagserfiðleika og virkni velferðarkerfisins hér á landi og í þeim löndum sem við berum okkur oft saman við.

Er kominn tími til slökkva á Friðarsúlu Yoko Ono? Lóa Björk Björnsdóttir menningarrýnir sagði í nýlegri bloggfærslu sem vakti athygli Friðarsúlan væri listaverk sem ljósmengar himininn yfir háveturinn og svartasta myrkrið og minnir okkur á við erum ekki friðarþjóð en erum til í taka þátt í trendy leikþætti um það. Guðmundur Oddur Magnússon- listamaður og prófessor kemur til okkar.

Mjög hefur dregið úr guðstrú Íslendinga síðustu áratugi, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem kynnt var á Þjóðarspegli Háskóla Íslands um helgina. Fyrir sautján árum sögðu 45 prósent til væri kærleiksríkur guð sem hægt væri biðla til, en er hlutfall komið niður í 25 prósent. Við ræðum við séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprest í Laugarneskirkju, í lok þáttar.

Lagalisti:

MUGISON - É Dúdda Mía.

SPANDAU BALLET - To cut a long story short.

KINGS OF CONVENIENCE - Rocky Trail.

ROSA LINN - SNAP.

PAUL SIMON - 50 Ways To Leave Your Lover.

Una Torfadóttir, Elín Hall - Bankastræti.

Laufey, Philharmonia Orchestra - California and Me.

GUS GUS - Ladyshave.

PHIL COLLINS & PHILIP BAILY - Easy Lover.

KK BAND - Álfablokkin.

Frumflutt

6. nóv. 2023

Aðgengilegt til

5. nóv. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,