Morgunútvarpið

3. október -Fornir tímar, söguleg réttarhöld og lestur

Elín Guðný Hlöðversdóttir, rekstrarkona á veitingastaðnum Hjá Hlölla, sem er rekinn í Litlu kaffistofunni, verður á línunni hjá okkur í upphafi þáttar og ræðir reksturinn og áhrif þess eldsneytissölu við Litlu kaffistofuna á Sandskeiði hafi verið hætt.

Við ræðum reglulega efnahagsmálin hér í Morgunútvarpinu og lítum oft til framtíðar þegar kemur ýmsum breytingum í hagkerfinu og í viðskiptum. Í þetta skiptið ætlum við hins vegar um þúsund ár aftur í tímann og ræða hagkerfi víkingaaldar. Jón Viðar Sigurðsson, prófessor við Oslóarháskóla og deildarforseti Institutt for arkeologi, konservering og historie, heldur fyrirlestur í Málstofu í félags- og hagsögu í dag sem nefndist Skipaframleiðsla og hagkerfi víkingaaldar. Við ræðum við hann um málið.

Það setti Bankastræti club réttarhöldin, einhver umfangsmestu réttarhöld sem haldin hafa verið hér á landi, í uppnám þegar sakborningur dró játningu sína til baka í gær, rétt áður en málflutningur átti hefjast. Það gerði málið öllu flóknara réttarhöldin eru haldin í Gullhömrum þar sem fóru fram veisluhöld um helgina og því hafði allur búnaður til skýrslutöku verið tekinn niður. Sigurður Örn Hilmarsson formaður Lögmannafélags Íslands kemur til okkar ræða réttarhöldin.

Flest könnumst við við hugsa reglulega um ákveðna hluti, en samkvæmt nýlegu TikTok-æði virðist rómverska heimsveldið vera orfarlega á þeim lista hjá mörgum, og þá kannski sérstaklega hjá karlmönnum. Æðið gengur út á notendur spyrja maka sinn hversu oft þeir hugsi um rómverska heimsveldið, og mörg virðast hugsa nokkuð reglulega um það. Við ætlum ræða við Geir Þórarinn Þórarinsson, aðjúnkt í klassískum málum við Háskóla Íslands, og sérfræðing um rómverska heimsveldið.

Skapar heimalestur barna ójöfnuð í skólakerfinu? Frumniðurstöður úr nýrri lestrarrannsókn við Háskóla Íslands sýna töluverð ábyrgð er lögð á foreldra tryggja börn fái lestrarþjálfun við hæfi á sama tíma og aðstæður fjölskyldna til sinna heimalestri eru mjög misjafnar sem getur, breikkað bilið milli nemenda. Anna Söderström sem rannsakar lestrarmenningu á Íslandi í doktorsverkefni sínu í þjóðfræði og ætlar segja okkur frá rannsókninni.

Lagalisti:

Una Torfadóttir - Þú ert stormur.

ELLE KING - Ex's And Oh's.

DAVID BOWIE - China Girl.

ÁRNÝ MARGRÉT - Waiting.

ERIC CLAPTON - Wonderful Tonight.

Elín Ey - Ljósið.

Daði Freyr Pétursson - Limit To Love.

FIRST AID KIT - Emmylou.

Birkir Blær - Thinking Bout You.

Frumflutt

3. okt. 2023

Aðgengilegt til

2. okt. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,