Morgunútvarpið

12.09.2023

Í gær sendi Geðhjálp frá sér yfirlýsingu vegna ummæla fjármálaraðherra um skoða þurfi hvort sveitarfélögin þjónusti fatlað fólk um of. Í yfirlýsingunni segir "Biðlistar fatlaðra bæði barna og fullorðinna eftir þjónustu eru í flestum tilfellum mjög langir. Starfsfólk sem vinnur við málaflokkinn er undantekningalítið á lágum launum og starfsmannaveltan er mikil. Þetta í bland við skort á fagmenntaðu starfsfólki sýnir hvar forgangsröðun stjórnvalda raunverulega liggur þegar kemur málaflokki fatlaðra" við heyrum í Grími Atlasyni framkvæmdastjóra Geðhjálpar.

Iðnaðarmenn sem voru störfum í risi Ráðherrabústaðarins við Tjarnargötu fundu á dögunum höfuðkúpubein úr manni þar undir gólffjölum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær málið væri hið dularfyllsta, ekki væri vitað af hverjum höfuðkúpan væri, síðan hvenær eða hvenær henni hefði verið komið fyrir undir gólffjölunum. Lögreglu var gert viðvart sem tók við beinunum en beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. Við ætlum ræða við Ármann Guðmundsson, sérfræðing fornminja hjá safninu, um beinin og hvers konar ferli fer af stað hjá því þegar gömul bein finnast.

Alþingi verður sett í dómkirkjunni í 154. sinn síðar í dag. En hvers vænta á komandi þingvetri -hver verða stærstu mál vetrarins og mun ríkisstjórnin yfir höfuð halda út veturinn? Við ætlum ræða það við Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur fréttakonu ásamt því hvað gæti komið fram í nýju fjárlagafrumvarpi sem fjármálaráðherra kynnir um 8.30 leitið á eftir.

Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og höfundur bókarinnar Sport in Iceland: How small nations achieve international success, verður gestur okkar eftir átta fréttir. Ísland vann sinn annan sigur í undankeppni EM karla í fótbolta í gærkvöldi þegar liðið mætti Bosníu en óhætt er segja landsmenn hafi tekið tapi á móti Luxemborg illa. Við ræðum markmiðasetningu, væntingar og hugarfar, áhorfenda og íþróttafólks við Viðar.

Við leitum svara við stórum spurningum eftir fréttayfirlitið hálf níu. Ber fólk ábyrgð á eigin heilsu? Á fólk rétt til eiga börn? Er réttlætanlegt beita veikt fólk nauðung og eru líknardráp siðferðilega verjandi? Bókin Siðfræði lífs og dauða eftir Vilhjálm Árnason, prófessor í heimspeki, kom út í endurbættri gerð á dögunum en í henni fjallar höfundurinn um siðferðileg álitamál tengd heilbrigðisþjónustu og rannsóknum á fólki. Við ræðum við Vilhjálm um þessi álitamál og um hlutverk siðfræðinnar þegar kemur tæknibreytingum í heilbrigðiskerfinu.

O

Frumflutt

12. sept. 2023

Aðgengilegt til

11. sept. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,