Morgunútvarpið

Nordjobb, listamannalaun, skotvopnaeign, eldgos, íþróttir og íslenska

Við byrjuðum á einum af vorboðunum ljúfu, þ.e. kynna okkur sumarstörf Nordjobb. Viktor Ingi Birgisson er svokallaður Nordjobb sendiherra og hann sagði okkur frá tækifærum og ævintýrum erlendis sem standa ungu fólki til boða.

Menningar- og viðskiptaráðherra hefur sent í samráð drög lagabreytingu á Listamannalaunum. Breytingarnar fela í sér fjölgun launasjóða sem starfslaun eru veitt úr og fjölgun árlegra úthlutunarmánaða. Auk þess sem lagt er til þremur nýjum sjóðum verði bætt við kerfið. Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra menningarmála ræddi þessi mál við okkur.

Nokkur umræða hefur verið um vopnalagabrot og skotvopnaeign hér á landi undanfarið. Við fórum yfir þau mál með Ívari Pálssyni, formanni Skotveiðifélags Íslands.

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði fór yfir stöðuna á eldgosinu á Reykjanesskaga.

Við tókum léttan íþróttasprett eins og alltaf á mánudögum og þessu sinni var það Gunnar Birgisson sem tók sprettinn með okkur.

Deilt var um það í lok síðustu viku hvort íslenskukunnátta ætti verða skilyrði leigubílaleyfis - en greint var frá því áform væru uppi á Alþingi um framlagningu frumvarps þess efnis. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslensku við Háskóla Íslands, gagnrýnir þessar hugmyndir og kallar eftir því stöðva áform um misnotkun íslenskunnar. Hann var gestur okkar.

Tónlist:

Hljómar - Ég elska alla.

Kim Larsen - De smukke unge mennesker.

Lenny Kravitz - Stand by my woman.

Sigurður Guðmundsson og Tómas R. - Blánótt.

Kasper Björke, Sísí Ey og Systur - Conversations.

Jónfrí - Andalúsía.

Beyoncé - Texas Hold'em.

Frumflutt

18. mars 2024

Aðgengilegt til

18. mars 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,