Morgunútvarpið

Vestri, hugleiðsla, styrkir til stórmeistara, staðan í Úkraínu, hvalasöngur og fréttir vikunnar.

Við töluðum við Samúel Samúelsson, stjórnarmann í knattspyrnudeild Vestra, um undirbúning fyrir sumarið en félagið leikur þá í efstu deild og er það í fyrsta skipti í fjörutíu ár sem Vestfirðingar eiga lið í efstu deild karla í fótbolta.

Jóga- og hugleiðslukennarinn Thelma Björk Jónsdóttir kíkti við hjá okkur til ræða hvernig við getum hugað núvitund og sálarró á þessum síðustu og verstu.

Undanfarna áratugi hafa styrkir til afreks-skákfólks verið með öðrum hætti en í afreksstarfi í öðrum greinum. Styrkurinn hefur eingöngu runnið til stórmeistara í formi fastra launa frá ríkinu. Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur lagt til breytingar á þessu fyrirkomulagi. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands kom til okkar í spjall um breytingarnar.

Tvö ár verða liðin frá innrás Rússa í Úkraínu á laugardag. Valur Gunnarsson, sagnfræðing, fór yfir stöðu stríðsins, og hvernig líklegt þyki það þróist á næstu mánuðum.

Edda Elísabet Magnúsdóttir, lektor í líffræði og hvalasérfræðingur, ræddi við okkur um samskipti hvala og hvalasöng.

Fréttir vikunnar voru, eins og alla föstudaga, í lok þáttar. Við fengum Þórarinn Hjartarson, stjórnanda umtalaðasta hlaðvarpsþáttar vikunnar til okkar ásamt Ragnhildi Þrastardóttur blaðamanni á Heimildinni.

Tónlist:

FLOTT - Flott.

MUGISON - Sólin Er Komin.

YG Marley - Praise Jah In the Moonlight.

Sigur Rós - Við spilum endalaust.

ÚLFUR ÚLFUR - Þú hér.

Beyoncé - Texas Hold 'Em (Explicit).

Frumflutt

23. feb. 2024

Aðgengilegt til

22. feb. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,