Morgunútvarpið

11.03.2024

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var gestur okkar í upphafi þáttar þegar við ræddum stöðuna í kjaraviðræðum VR og Samtaka atvinnulífsins.

Óskarsverðlaunahátíðin fór fram í nótt. Dröfn Ösp Snorradóttir, sem mörg þekkja undir nafninu DD Unit var á línunni frá LA með samantekt fyrir okkur sem sváfum svefni hinna réttlátu á meðan á herlegheitunum fór fram.

Á menntavísindasviði Háskóla Íslands fer fram málstofuröð þar sem kafað er ofan í niðurstöður PISA -pælt í PISA. Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands kom til okkar ásamt Ómari Erni Magnússyni, skólastjóra Hagaskóla.

Eins og fjallað var um í síðustu viku vilja fimmtán þingmenn hand­rit þjóðsagna­safns Jóns Árna­son­ar verði flutt til Íslands, en það varð eftir í Þýskalandi þegar sögurnar voru gefnar út fyrir hálfri annarri öld og er í eigu Ríkisbókasafns Bæjaralands. Við ræddum við Rósu Þorsteinsdóttur, rannsóknardósent hjá Árnastofnun.

Katrín Ólafsdóttir, dósent við HR, sagði í kvöldfréttum í gær ríkið verða skera niður í rekstri, eða hækka skatta og gjöld til standa við sinn hluta í nýgerðum kjarasamningum. Hlutur ríkisins óvenju mikill og það vonandi ekki til fyrirmyndar eða það sem verði til framtíðar. Stefán Ólafsson, prófessor emeritus við og sérfræðingur hjá Eflingu, gagnrýndi þessa nálgun Katrínar í Facebook færslu í gærkvöldi sem bar heitið einfeldni sumra hagfræðinga. Við ræddum þessi mál betur við Stefán.

Við fórum yfir íþróttir helgarinnar, eins og alltaf á mánudögum. Óðinn Svan Óðinsson, íþróttafréttamaður, kom til okkar.

Sérstök umræða verður um fíknisjúkdóminn á Alþingi í dag. Málshefjandi er Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og hún var gestur okkar í lok þáttar.

Tónlist:

Axel Flóvent - When the Sun Goes Down.

Teitur Magnússon - Vinur vina minna.

Billie Eilish - What Was I Made For.

Stevie Wonder - I Just Called To Say I Love You.

Snorri Helgason - Haustið '97.

Phoenix ft. Koenig - Tonight.

Frumflutt

11. mars 2024

Aðgengilegt til

11. mars 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,