Morgunútvarpið

Grasvellir, heimilisofbeldi, NATO, menntun og Rússland

Bjarni Þór Hannesson, grasvallatæknifræðingur og yfirvallastjóri, var gestur okkar í upphafi þáttar þegar við ræddum grasvelli í aðdraganda sumars og ráðstefnu í næstu viku þar sem Gary Lee, vallastjóra Tottenham vallarins, verður meðal fyrirlesara.

Unnið hefur verið því bæta móttöku fyrir þolendur heimilisofbeldis á Landspítalanum og nýju verklagi hefur verið komið á á bráðamóttökunni í Fossvogi. Þetta verklag á svo taka upp víðar um land. Jóhanna Erla Guðjónsdóttir félagsráðgjafi hjá Landspítalanum og Guðný Maja Riba hefur sjálf reynslu af því leita á bráðamóttökuna vegna heimilisofbeldis hafa ásamt fleirum unnið þessu breytta verklagi. Þær komu til okkar.

Við ræddum aðild Svía NATO við ÓIaf Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, en hann skrifaði færslu á Facebook þar sem hann rifjaði upp þegar hann sat með Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, og fleirum á fundum ungra norræna hægrimanna fyrir rúmlega 30 árum. Þá þótti þeim félögum líklegra Ísland gengi í Evrópusambandið en Svíþjóð yrði aðildarríki Atlantshafsbandalagsins.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, voru gestir okkar eftir átta fréttir. Við ræddum stöðuna í menntamálum, nýtt verkefni þar sem á tengja alls konar fólk af vinnumarkaði við skólastofur landsins og fleira.

Al­ex­ei Navalní verður jarðaður í suður­hluta Moskvu í dag. Ekki er vitað hve mörg munu sækja jarðarförina en aðstandendur hans hafa hvatt fólk til mæta og minnast hans ásamt því senda sterk skilaboð til yfirvalda. Dagný Hulda Erlendsdóttir fréttamaður hefur sérhæft sig í málefnum Rússlands. Hún kom til okkar.

Við fórum siðan yfir fréttir vikunnar með góðum gestum í lok þáttar, eins og alltaf á föstudögum. Þau komu til okkar Árni Helgason, lögmaður, og Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi.

Lagalistinn:

GDRN - Ævilangt.

Snorri Helgason - Grasaferð.

Systur, Bjørke, Kasper, Sísý Ey Hljómsveit - Conversations.

SIMON & GARFUNKEL - Mrs. Robinson.

FLOTT - Hún ógnar mér.

Frumflutt

1. mars 2024

Aðgengilegt til

1. mars 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,