Morgunútvarpið

Forvarnir, stríðsrekstur Rússa, íslenskunám, náttúruvá og rýmingar, mannanafnanefnd

Lovísa Ólafsdóttir sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS kom til okkar og ræddi forvarnir og vinnuslys, en minnsta kosti 16 manns slasa sig í vinnunni á degi hverjum hér á landi samkvæmt tölum frá embætti landlæknis. Það á ekki geta gerst fólk fari í vinnuna og komi ekki aftur segir Lovísa í nýlegri grein.

Erlingur Erlingsson, hernaðarsagnfræðingur og sjálfstætt starfandi sérfræðingur í alþjóða- og öryggismálum, var á línunni frá Lundúnum. Við ræddum umræðu um Eystrasaltsríkin búi sig undir innrás Rússa.

Eftir því sem þátttaka innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði eykst verður þörfin á markvissri íslenskukennslu sífellt meiri. Alþýðusamband Íslands í samstarfi við Mími símenntun stendur fyrir ráðstefnu um þessi mál á fimmtudaginn kemur og þar verður einblínt á helstu áskoranir samfélagsins þegar kemur inngildingu innflytjenda og því kenna/læra nýtt tungumál í nýju landi. Vanessa Monika Isenmann, verkefnastjóri hjá Mími kíkti til okkar og sagði okkur meira.

Í gærkvöldi voru viðvörunarflautur í Grindavík og Bláa lóninu prófaðar, en talið er eldgos gæti hafist í vikunni með litlum fyrirvara. Við töluðum við Friðrik Einarsson, framkvæmdastjóra Northern Light Inn hótelsins við Bláa lónið, um ráðstafanir, mögulega rýmingu og áhrif þess sem hefur verið gerast á Reykjanesskaga á bókanir.

Við ræddum mannanafnafrumvarp Guðbrands Einarssonar, þingmanns Viðreisnar, sem miðar meðal annars því mannanöfn takmarki ekki persónufrelsi fólks. Í umsögn Þjóðskrár sem birt var í gær er gagnrýnt einstaklingum verði heimilt skipta oft um nafn og bent á ekki gangi óbreyttu leggja niður ákvæði nú­gild­andi laga um tak­mörk­un á fjölda nafna þar sem stafabil í kerfi Þjóðskrár bjóði ekki upp á slíkt.

Tónlist:

Ragnheiður Gröndal - Ást.

Declan McKenna - Slipping through my fingers.

Fleetwood Mac -Hold me.

GDRN - Parísarhjól.

Baggalútur og Una Torfa - Casanova.

Oasis - Little by little.

Hipsumhaps - Fyrsta ástin.

Memfismafían, Sigurður Guðmundsson og Jón Gnarr - Mannanafnanefnd.

David Bowie - Wild is the wind.

Frumflutt

27. feb. 2024

Aðgengilegt til

26. feb. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,