Morgunútvarpið

Loðnutíðindi, Trump og NATO, tónlistarvinir, áfengisumræða, heilaheilsa Joe Biden og hryðjuverkamálið.

Við ræddum stöðuna hvað loðnuveiðar varðar og yfirferð loðnumælinga við Guðmund J. Óskarsson, sviðsstjóra hjá Hafrannsóknarstofnun.

Ummæli Trumps um þau aðildarríki NATO sem ekki greiða full 2% af VLF til bandalagsins hafa vakið upp mikil viðbrögð og ekki ástæðu lausu. En í hvaða jarðveg falla ummælin heima við og hvað gæti gerst yrðu orð Trumps veruleika? Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands fór yfir málið með okkur.

Guðrún Svava Viðarsdóttir er verkefnastjóri í nýju verkefni hjá Rauða Krossinum sem kallast tónlistarvinir. Hún kemur og segir okkur betur frá því.

Ólaf Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, um áfengissölu hér á landi og hvort við eigum færa okkur nær Evrópu, eða Evrópa okkur.

Nokkuð hefur verið rætt um heilsu Joes Biden Bandaríkjaforseta og getu hans til sinna embættinu undanfarið. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, doktor í klínískri sálfræði og framkvæmdastjóra Heilaheilsu fer yfir heilaheilsu, og hvernig minnið á okkur þróast.

Sigurður Örn Hilmarsson formaður Lögmannafélags Íslands ætlar kryfja hryðjuverkamálið svokallaða með okkur. Aðalmeðferð málsins lauk í gær.

Frumflutt

14. feb. 2024

Aðgengilegt til

13. feb. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,