Morgunútvarpið

10. ágúst - Hestar, hvalir, njósnari og hinsegin hátíð

Á hverju ári stendur leikarinn Elfar Logi Hannesson fyrir einstakri leiklistar- og listahátíð sem hann kallar Act alone og er haldin á Suðureyri. Hátíðin hefst í dag og lýkur um miðnætti á laugardag. Um 20 viðburðir eru í boði á Suðureyri og er ókeypis á allt. Þarna eru settir upp einleikir, tónleikar, myndlist sýnd svo eitthvað nefnt. Elfar Logi var á línunni.

Eins og margir vita stendur heimsmeistaramót íslenska hestsins yfir í Hollandi þessa vikuna. Fólki fjölgar jafnt og þétt á svæðinu og þúsundir hestaáhugamanna mættir þegar. Hulda Geirsdóttir er á staðnum og hún hitti á mann og annan og kannaði stemminguna.

Hvalur hf. bíður átekta eftir því hefja hvalveiðar á um næstu mánaðamót en þá rennur bann matvælaráðherra á hvalveiðar úr gildi. Fyrirtækið hefur haft tæplega 200 manns í vinnu í sumar án veiðileyfis en málið hefur skekið stoðir ríkisstjórnarinnar og þá sérstaklega vegna þess hve stuttur frestur var til upphafs veiðitímabilsins þegar bannið var sett á. Teitur Björn Einarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Norðvesturkjördæmi var gestur þáttarins til ræða hvalveiðibannið og hvernig framtíð ríkisstjórnarinnar lítur út í hans augum, ef matvælaráðherra ákveður framlengja bannið með haustinu.

Var 007, James Bond, njósnari hennar hátignar íslenskur? Þetta er yfirskrift sýningar sem er í gangi í Grófinni í Reykjavík. Umfjöllunarefnið er Sir William Stephenson sem átti íslenska móður og fæddist í Kanada árið 1897 Hann tók þátt í fyrri heimsstyrjöldinni, varð síðar iðnjöfur og milljónamæringur og þegar seinni heimsstyrjöldin skall á gerði Sir Winston Churchill hann yfirmanni MI6 í New York. Þar var William Stephenson tengiliður milli Churchill og Roosevelts Bandaríkjaforseta. Árið 1941 réð William Stephenson mann til starfa nafni Ian Fleming og næstu þrjú árin unnu þeir náið hinum ýmsu verkefnum. Er Sir William Stephenson innblásturinn fyrir James Bond? Hugi Hreiðarsson hjá True spy kom til mín til ræða þessa kenningu.

Hinsegindagar halda áfram þessa vikuna og þar með umfjöllun okkar um þá. Sveinn Sampsted hefur undanfarið farið með hinseginfræðslu í íþróttafélög landsins en hann hefur meðal annars rannsakað upplifun hinsegin fólks af íþróttahreyfingunni og fundið þar fordóma gegn hinsegin fólki í röðum þjálfara og stjórnenda íþróttafélaganna.

Og í lok þáttar þá hringdi ég til Þorlákshafnar, í sveitarfélagið Ölfus, og fræddist um hátíðina Hamingjan við hafið sem fer fram þar um helgina. Magnþóra Kristjánsdóttir er verkefnastjóri Hamingjunnar við hafið.

Frumflutt

10. ágúst 2023

Aðgengilegt til

9. ágúst 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,