Morgunútvarpið

23. sept. -Varnarmál, USA spennan, staðan fyrir botni Miðjarðarhafs o.fl..

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Norðurlandaráðs, verður á línunni hjá okkar í upphafi þáttar. Hún fundar í Nuuk í dag og næstu daga með stjórnvöldum í Grænlandi, sem hafa verið ósátt með rýran hlut í norrænu samstarfi og hafa dregið sig úr Norðurlandaráði.

Þegar við gerðum upp kappræðurnar milli Harris og Trump í þar síðustu viku veltum við því fyrir okkur hvort þær yrðu þær einu. Svo virðist ætla verða miðað við svör Trump við áskorun Harris. Við ræðum við Silju Báru Ómarsdóttur.

Magnea Marinósdóttir, verður gestur okkar fyrir átta fréttir þegar við ræðum stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs, loftárásir Ísraelshers á Líbanon og mögulega stigmögnun átakanna.

Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, verður gestur okkar eftir átta fréttir. Í úttekt Viðskiptaráðs fyrir helgi kom fram tvær af hverjum þremur loftslagsaðgerðum hafi neikvæð efnahagsleg áhrif. Andri Snær Magnason, rithöfundur, svaraði síðan Viðskiptaráði um helgina og hvatti fyrirtæki til segja sig úr ráðinu, vera þar væri ekki samfélagslega ábyrg.

Pallborð um öryggis- og varnarsamstarf með þátttöku formanna utanríkisnefnda þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna fer fram í Háskólanum í Reykjavík í dag en þar verður meðal annars fjallað um stríðið í Úkraínu og áhrif aðildar Svíþjóðar og Finnlands NATO. Við ræðum við Davíð Stefánsson, formann Varðbergs, sem er enin skiðuleggjenda og ræðumanna.

Tónlist:

Valdis, JóiPé - Þagnir hljóma vel.

VIOLENT FEMMES - Blister in the sun.

Salka Sól Eyfeld - Sólin og ég.

The Smiths - This Charming Man.

Ultraflex - Say Goodbye.

Snorri Helgason - Aron.

Fontaines D.C. - In The Modern World.

CHILDISH GAMBINO - Redbone.

Artemas - I like the way you kiss me.

Frumflutt

23. sept. 2024

Aðgengilegt til

23. sept. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,