Morgunútvarpið

25. ágúst -Erin yljar, maraþonsuppgjör, skólamálin o.fl..

Sagt er frá því í hugleiðingum veðurfræðings von á leyfum fellibylsins Erinar til landsins í dag. Leifar Erinar muni svo stjórna veðrinu næstu daga. Einar Sveinbjörnsson segir okkur betur frá.

Metaðsókn var í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fór fram á laugardaginn. Skráðir þátttakendur voru 17.786. Kvartað hefur verið yfir framkvæmd hlaupsins, sér í lagi nýrri flokkun í ýmist almenna og keppnis-þátttöku. Ingvar Sverrisson formaður ÍBR gerir upp hlaupið með okkur.

Kristín Sólveig Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur og stofnandi félagsins Vonarbrúar spjallar við okkur.

Sævar Helgi Bragason fer yfir fréttir úr heimi vísindanna.

Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, verður gestur okkar eftir átta fréttir þegar við höldum áfram umræðu um menntamál og grunnskólana okkar.

Almarr Ormarsson fer yfir íþróttir helgarinnar og það sem framundan er.

Hafsteinn Einarsson, dósent við tölvunarfræðideild og sérfræðingur í gervigreind, gefur góð ráð

Frumflutt

25. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,