18. ágúst -Skólaumferðin hafin, Zelensky og Trump funda, taugafjölbreytileiki o.fl..
Framhaldsskólar og háskólar taka aftur á móti nemendum í dag og búast má við að umferðin þyngist nokkuð við það. Árni Friðleifsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar, verður gestur okkar í upphafi þáttar.
Evrópskir leiðtogar fylkja liði til Washington þar sem Trump fundar með Zelensky í dag. Við hverju má búast í dag? Við ræðum við Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor.
Guðmundur Jóhannsson, tæknispekúlant, ræðir fréttir úr heimi tækninnar.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður þingflokks Flokks fólksins, og Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verða gestir okkar eftir átta fréttir þegar við ræðum stöðuna á húsnæðismarkaði.
Íþróttir helgarinnar með Þorkeli Gunnari Sigurbjörnssyni.
Við ræðum ADHD-einhverfu meðal íslenskra barna og unglinga. Kristín Rós Sigurðardóttir ein höfunda greinar um málið sem birtist í The Lancet Child & Adolescent Health í sumar kemur til okkar.
Frumflutt
18. ágúst 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.