Síðdegisútvarpið

Jógvan og verkföll,forsetakosningar gerðar upp,íslenskt ferðaþjónustufyrirtæki í Japan og Gunni og Felix

Enn virðist langt í land samkomulag náist milli fjögurra fjölmennra stéttarfélaga í Færeyjum og viðsemjenda þeirra. Samningaviðræður stéttarfélaganna og viðsemjenda þeirra runnu út í sandinn fyrir helgi. er því hefjast fjórða vika verkfalls sem hefur mikil áhrif á daglegt líf Færeyinga. Færeyingurinn Jogvan Hansen ætlar koma til okkar á eftir ekki til kryfja verkfallið heldur segja okkur aðeins hvernig þetta er farið bíta í færeyinga en von er á danska koninginum í opinbera heimsókn og spurning hvernig tekið verður á móti honum í vöruskorti og almennum vandræðum.

Ólöf Skaftadóttir fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður mæta til okkar á eftir og við ætlum fara yfir úrslit forsetakosninganna á laugardaginn.

Jap­ansk-ís­lenska ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækið Trip To Jap­an stefn­ir því verða stærsta ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki Jap­ans. En hvernig ætla forsvarsmenn fyrirtækisins fara því og hver er forsagan. Bolli Thoroddsen einn af stofnendum félagsins kemur til okkar á eftir og segir okkur betur frá.

Felix Bergsson og Gunnar Helgason eða Gunni og Felix koma til okkar á seinni klukkutímanum. eru þeir félagar hættir í kosningabaráttu og margt spennandi í pípunum hjá þeim. Þeir kíkja í heimsókn til okkar og sér kaffibolla með okkur á eftir og segja okkur frá því sem framundan er.

Appelsínugul veðurviðvörun tekur gildi fyrir mestallt landið í kvöld með roki og hríðarveðri. Færð gæti spillst, fólk ætti huga lausamunum og bændur gætu þurft koma skepnum í skjól. Við heyrum í Katrínu Öglu Tómasdóttur veðurfræðingi í þættinum.

Frumflutt

3. júní 2024

Aðgengilegt til

3. júní 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,