Síðdegisútvarpið

Trump, Hafró, forsetakosningar, tattoo og listahátíð

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti var í gær sakfelldur í mútugreiðslumáli þar sem honum var gert sök hafa falsað skjöl vegna mútugreiðslna til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Þetta ku vera í fyrsta skipti sem fyrrum forseti er sakfelldur í sakamáli og mun þetta ekki hindra verðandi framboð hans. Hallgrímur Indriðason hefur kynnt sér málavexti og hann setur okkur inn í málin.

Listahátíð í Reykjavík hefst formlega á morgun, 1. júní og slær hjarta hátíðarinnar í síkvikum Klúbbi sem staðsettur er í Iðnó. Þar verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá alla hátíðardagana þar sem frítt er inn og öll velkomin og verkefnastjórinn Aude Busson heimsækir okkur og segir okkur frá lífinu í klúbbnum.

Á mánudaginn kemur verður skýrsla á vegum Unesco og Hafrannsóknunarstofnunar kynnt um stöðu hafsins. Við ætlum forvitnast hverju við munum eiga von á í téðri skýrslu og fáum til okkar Þorstein Sigurðsson forstjóra Hafró til okkar.

Friðrik Ómar Hjörleifsson hefur tekið við lyklavöldunum í Félagsheimilinu á Rás 2 þætti sem mörg okkar þekkja, þar voru þeir vinirnir Friðrik og Siggi Gunnars en er hann maður einsamall. Við ætlum heyra hvað Friðrik hyggst bjóða hlustendum upp á næstu sunnudagseftirmiðdaga.

Íslenska húðflúrshátíðin, eða Icelandic Tattoo Convention hefur verið til frá árinu 2006 og fer fram um helgina í Gamla bíói. Össur Hafþórsson er á leið til okkar, hann er einn stofnenda hátíðarinnar og segir okkur frá því helsta

en máli málanna; Kappræður með frambjóðendum til embættis forseta Íslands eru í undirbúningi hér á RÚV og verða í beinni útsendingu í sjónvarpinu kl. 19:40 eða eftir Fréttir og veður. Hólmfríður Dagný og Stígur Helgason eru meðal þeirra sem hafa haft veg og vanda umfjölluninni og þau eru mætt hér til okkar.

Frumflutt

31. maí 2024

Aðgengilegt til

31. maí 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,