Síðdegisútvarpið

Barátta verkalýðs, bresk stjórnmál, Baby Reindeer og banvænn sjúkdómur sem ekki fer í frí.

Afar umdeilt frumvarp bresku ríkisstjórnarinnar um senda hælisleitendur til Rúanda var samþykkt á þinginu í vikunni og býst Rishi Sunak forsætisráðherra við fyrstu hælisleitendurnir verði fluttir til Rúanda á næstu vikum. Oddur Þórðarson fréttamaður er vel sér í breskum stjórnmálum og sagði okkur inn í þetta umdeilda frumvarp.

Þáttaröðin Baby Reindeer á Netflix hefur slegið í gegn um allan heim. Hún fjallar um uppistandara sem lendir í eltihrelli. Þáttaröðin er byggð á sönnum atburðum og íhugar hinn upprunalegi eltihrellir leita réttar síns en hún segist hafa lent í miklu aðkasti eftir þættirnir voru birtir. María Rún Bjarnadóttir, verkefnastjóri stafræns ofbeldis hjá ríkislögreglustjóra, ræddi hinar mörgu hliðar þessa máls.

Dagur verkalýðsins er á morgun, 1.maí. Það þýða kröfugöngur um allt land. Yfirskrift á þessum baráttudegi launafólks í ár er Sterk hreyfing sterkt samfélag. Freyja Steingrímsdóttir, samskiptastjóri BSRB og meðlimur fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík kemur til okkar og segir okkur frá helstu áherslum baráttudagsins í ár.

Sig­mar Guðmunds­son þingmaður Viðreisn­ar vakti at­hygli í Face­book-færslu í á því Meðferðar­stöð SÁÁ í Vík myndi loka í sum­ar vegna fjár­skorts og göngu­deild­in verði lokuð í sex vik­ur. Sigmar segir lok­un­ina skeyt­inga­leysi gagn­vart fólki með fíkni­sjúk­dóm því um ræða ban­væn­an sjúk­dóm sem ekki í sum­ar­frí. Um þetta hefur verið rætt á þing i í dag og við heyrum í Sigmari um stöðu mála.

Leikfélag Sauðárkróks, sem er eitt elsta áhugamannaleikfélag á landinu setur upp verkið Litla hryllingsbúðin í leikstjórn Valgeirs Skagfjörð. Leikfélagið, var stofnað þann 13. apríl 1888, hefur yfir árin haldið nokkuð góðum velli, frumflutt sýningar af öllu tagi og helst tvær árlega. Samkvæmt hefð, í kringum Sæluviku Skagfirðinga vori og svo aðra, helst barnasýningu haustlagi. Við spyrjum Valgeir Skagfjörð um uppsetningu leikfélagsins og stemninguna í Skagafirði.

Frumflutt

30. apríl 2024

Aðgengilegt til

30. apríl 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,