Síðdegisútvarpið

Sóltún, sólstormar og Steinunn Ólína á grillið

Hvernig tengjast landris og sólstormur, ekki neitt auðvitað, en stormurinn ruglar aðeins í öllum mælitækjum sem gerir það verkum erfiðara er mæla landris á Reykjanesskaganum. Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur verður á línunni.

Golf er vinsæl íþrótt á Íslandi og samkvæmt Wikipediu voru uþb. 24.200 kylfingar eru skráðir í 62 golfklúbba víðs vegar um landið árið 2023 sem var 4% aukning á milli ára. Miðað við höfðatölu eru 6,2% Íslendinga skráðir í golfklúbb sem er hæsta hlutfall í Evrópu. Við ætlum ræða golfíþróttina við Brynjar Eldon Geirsson sem er framkvæmdastjóri Golfsambandsins.

Leikkonan ástsæla, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir vill verða næsti forseti Íslands. Hún hefur verið mjög gagnrýnin á ríkisstjórnina, og ekki síst fyrrverandi forsætisráðherra sem einnig sækist eftir sama embætti. Hún verður hjá okkur á Grillinu og er fimmti forsetaframbjóðandinn sem heimsækir okkur.

Við ræddum við læknana Einar Stefánsson og Gest Pálsson fyrir helgi, en eiginkonur þeirra eru á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Þeir hafa verið afar gagnrýnir á Reginn, eigendur hússins, ætli í miklar framkvæmdir í húsinu. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Regins, er kominn til okkar.

Frumflutt

13. maí 2024

Aðgengilegt til

13. maí 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,