Síðdegisútvarpið

BAFTA verðlaunahafi, blómaumpottun, brunaliðsminjar, forsetaframboðin og fyndið í Tjarnarbíói.

er það orðið ljóst hver verða í framboði í forsetakosningunum sem fara fram 1. júní. Tvö framboð voru úrskurðuð ógild þegar landskjörstjórn fór yfir framboðsgögn og því eru það ellefu sem verða í framboði. Við forvitnumst um það hvernig umfjöllun Ríkisútvarpsins um hið fjölmenna forsetaframboð verður og til þess upplýsa okkur um þau mál mætti til okkar Stígur Helgason en hann er umsjónarmaður kosningaumfjöllunar á fréttastofu RÚV.

Slökkviliðsmennirnir Sigurður Lárus Fossberg og Ingvar Georg Georgsson hafa verið í forsvari fyrir Slökkviliðsminjasafn Íslands sem staðsett hefur verið í Reykjanesbæ í um tíu ár. Um er ræða eina slíka safnið á landinu en horfir við loka þurfi safninu þar sem bæjarfélagið hefur selt húsnæðið. Þeir Sigurður og Ingvar sögðu okkur frá safninu og tvísýnni stöðu þess.

Uppistandssýningin Gleði verður frumsýnd næstkomandi fimmtudag í Tjarnarbíó. Það er Stefán Ingvar Vigfússon sem stendur baki sýningunni og mun til sín mismunandi uppistandara á hverja sýningu. Stefán sagði okkur ögn frá inntaki Gleðinnar í Tjarnarbíói.

þegar sólin fer glenna sig æ meir megum við ekki gleyma blessuðum pottaplönunum heima í stofu. er tími umpottana og Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, eða Blómdís eins og hún er oft kölluð, leiddi okkur í allan sannleika um umhirðu plantnanna og hvernig best er umpotta svo plönturnar okkar verði sem hamingjusamastar í sumar.

Kvik­myndatón­skáldið Atli Örvars­son hlaut í gærkvöld hin virtu BAFTA verðlaun, bresku kvik­mynda- og sjón­varps­verðlaun­in fyr­ir tónlist sem hann samdi fyr­ir þáttaröðina Silo. Þetta eru fyrstu BAFTA verðlaun Atla. Við hringdum í hinn nýbaka verðlaunahafa sem staddur er úti í Lundúnum.

Frumflutt

29. apríl 2024

Aðgengilegt til

29. apríl 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,