Síðdegisútvarpið

Maður í útrýmingahættu, stóraukinn stuðningur og Eiríkur Ingi á forsetagrillið

Mæðradagurinn er næstkomandi sunnudag. Hjá mörgum vekur þessi dagur aðrar og erfiðari tilfinningar t.a.m. hjá mæðrum og foreldrum sem syrgja börnin sín. Gleym mér ei er félag sem er til staðar fyrir foreldra sem missa á meðgöngu og við heyrum í stjórnarformanni félagsins Hólmfríði Önnu Baldursdóttur.

Í vikunni var mælt fyrir frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2024. Ef það gengur eftir munu ráðstöfunartekjur fjölskyldna aukast verulega á samningstímanum eða um 500 þúsund kr. á ári. Ágúst Bjarni Garðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, er hérna til þess segja okkur hvað þetta þýðir fyrir ungt fólk á Íslandi.

Eiríkur Ingi Jóhannsson varð landsfrægur árið 2012 þegar hann lifði af ótrúlegan sjávarháska. er hann kominn í framboð til forseta Íslands. Hann verður á grillinu í dag.

Er maðurinn í útrýmingarhættu? Eru Palestínumenn Palestínufólk og hvað er Kanadafólk? Sumir eru farnir temja sér kynhlutlausara orðaval eins og upp úr því hafa sprottið athyglisverðir punktar um málnotkun í fjölmiðlum. Eiríkur Rögnvaldsson uppgjafarprófessor í íslensku eins og hann titlar sig sjálfan, og Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur RÚV, ætla ræða við okkur um þessa þróun.

Frumflutt

10. maí 2024

Aðgengilegt til

10. maí 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,