8. des -Uppskriftabók fanga, þjóðaröryggisstefna Trumps og Austfirðingar sárir
Vandræðalaxinn, Jailhouse Rock Kjúklingur og gratíneraður togari án aflaheimilda eru á meðal rétta í nýrri matreiðslubók sem brýtur allar reglur en hún inniheldur 50 uppskriftir frá 35 föngum. Þrátt fyrir lauflétta titla er undirtónninn alvörugefinn en bókin er hluti af endurhæfingu fanga og leið til að virkja þá til daglegra athafna. Hugmyndin kviknaði þegar Margrét Birgitta Davíðsdóttir sá um rekstur matvöruverslunar Litla-Hrauns og verkefninu barst einnig liðsauki frá Jóa Fel. Margrét Birgitta verður á línunni.
Tæknihornið verður á sínum stað og hann Guðmundur Jóhannsson fer yfir það nýjasta með okkur.
Varað er við því í nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna að Evrópa standi frammi fyrir útrýmingu siðmenningar. Óljóst sé hvort sum ríki álfunnar hafi nægan hernaðarmátt og efnahagslega stöðu til að teljast traustir bandamenn Bandaríkjanna. Við förum yfir það og fleira með Magnúsi Skjöld, Prófessor í stjórnmálafræði og Davíði Stefánssyni formanni Varðbergs.
Það var nóg um að vera í íþróttunum um helgina og íþróttadeildin á RÚV sendir fulltrúa sinn í Morgunútvarpið til að fara yfir allt saman.
Austfirðingar fjölmenntu í gær á hitafund um samgöngumál. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Ingvar Þóroddsson, þingmaður Norðausturkjördæmis voru á fundinum. Sigurveig Gísladóttir íbúi á Seyðisfirði var ein fjölmargra sem sátu fundinn. Við heyrum í henni.
Frumflutt
8. des. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.