Morgunútvarpið

Tónlistarþróunarmiðstöð, ráðherrar og fréttir vikunnar

Á morgun fara fram tónleikar til styrkar Tónlistarþróunarmiðstöð, en hún missir húsnæði sitt um áramót og fram undan er pökkun og flutningar. Magnús Addi Ólafsson kom til okkar og sagði okkur frá því mikilvæga grasrótarstarfi sem þar hefur farið fram og húsnæðisleit til framtíðar.

Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem, verði það lögum, mun nær tvöfalda frítekjumark ellilífeyris vegna fjármagnstekna og greiðslna frá lífeyrissjóðum á næstu þremur árum. Við heyrðum í Ingu.

Heilbrigðisþing fór fram í gær og í kjölfar þess fengum við heilbrigðisráðherra Ölmu Möller í heimsókn og fórum yfir helstu málefni þingsins og fleira tengt heilbrigðismálum.

Í Fréttir vikunnar hjá okkur komu þau Anna Margrét Káradóttir, söng- og leikkona, og Gylfi Þór Þorsteinsson, sviðsstjóri fjáröflunar og kynningamála hjá Rauða krossinum.

Tónlist:

Björk - Human Behaviour.

KK - Á æðruleysinu.

XTC - Senses working overtime.

Valdimar - Karlsvagninn.

Valdis og JóiPé - Þagnir hljóma vel.

St. Paul & The broken bones - Sushi and Coca-Cola.

Frumflutt

21. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.

Þættir

,