Morgunútvarpið

4. nóv. -Leigjendur, eitt smæsta handritið og fólksflutningar

Haukur Þorgeirsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun, verður gestur okkar í upphafi þáttar þegar við ræðum Codex Lindesianus, eitt smæsta handrit sem varðveitt er frá Íslandi, skrifað í lok 15. aldar, en það er á leið til landsins frá Manchester.

Í gær ræddi fréttastofa við Hildi Ýr Viðarsdóttur, formann stjórnar Húseigendafélagsins sem sagðist óttast aðgerðir stjórnvalda sem beinast gegn leigusölum muni valda hækkun leiguverðs. Við ræðum málið við Guðmund Hrafn Arngrímsson, formann Samtaka leigjenda á Íslandi.

Kosningar til borgarstjóraembættis New York eru í dag. Talið er kosningarnar hafi umtalsverð áhrif á hvernig pólitíkin í Bandaríkjunum þróast. Magnús Sveinn Helgason, sagnfræðingur sem þekkir vel til í Bandaríkjunum, ræðir þessi mál.

Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, og Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, verða gestir okkar í lok þáttar þegar við ræðum vestræna siðmenningu, alþjóðahyggju og Jónas frá Hriflu, en þeir hafa deilt um þessi mál í Viðskiptablaðinu.

Frumflutt

4. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,