4. sept. -Berjaveður, varnarmál og sókn í rússnesk gildi
Berjaunendur þessa lands eru virk í að nýta sprettuna um þessar mundir. En hversu lengi getum við átt von á því að berin fái að tóra án þess að frjósi við jörðu? Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur rýnir í kortin fyrir berjafólk.
Við ræðum varnarmál við Stefán Pálsson sagnfræðing og fyrrverandi formann Samtaka hernaðarandstæðinga og Davíð Stefánsson formann Varðbergs.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, verður gestur okkar eftir átta fréttir þegar við ræðum fréttir þess efnis að aldrei hafi fleiri sagst geta lagt fyrir í lok hvers mánaðar, vexti og verðbólgu.
Financial Times fjallaði í vikunni um Bandaríkjamenn sem flytja nú til Rússlands í leit að hefðbundnari gildum. Við ræðum við Jón Ólafsson, prófessor, um umfjöllunina.
Við höldum áfram að ræða íþrótta- og tómstundaiðkun barna í lok þáttar í kjölfar umræðu um kostnað, nú við Hafrúnu Kristjánsdóttur, formann Vals og deildarforseta við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík.
Frumflutt
4. sept. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.