Morgunútvarpið

10. nóv -Staður ársins, bann við gæludýrabanni og klukkan

Elliðaárstöð var valin staður ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands sem voru veitt fyrir helgi. Eva Huld Friðriksdóttir, arkitekt hjá Teiknistofunni Stiku kemur til okkar -hún er hluti af Tertu, hópnum sem hannaði Elliðaárstöð.

Enn er deilt um frumvarp um breytingu á lögum um dýrahald í fjöleignarhúsum á Alþingi. Með frumvarpinu er lagt til hunda- og kattahald verði framvegis ekki háð samþykki annarra eigenda. Önnur umræða um málið klárast líklega í dag. Við ræðum við Kolbrúnu Áslaugar Baldursdóttur, þingmann Flokk fólksins, og Sigurð Örn Hilmarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins.

Guðmundur Jóhannsson, tæknisérfræðingur Morgunútvarpsins, fer yfir fréttir úr heimi tækninnar.

Almarr Ormarsson, íþróttafréttamaður, fer yfir helgina og vikuna framundan.

Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og svefnsérfræðingur, safnar undirskriftum til seinka klukkunni hér á landi. Á þriðja þúsund hafa skrifað undir. Við ræðum við hana í lok þáttar.

Frumflutt

10. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,