30. sept. -Hugarafl, Bad Bunny og superbowl, Play o.fl..
Gulum September lýkur í dag og í tilefni af því fáum við Auði Axelsdóttur hjá Hugarafli til að segja okkur frá starfinu þar á bæ.
Thelma Björk Jónsdóttir fatahönnuður og jógakennari hannar bleiku slaufuna í ár. Hún segir slaufuna í raun samstarf hennar og ömmu hennar sem féll frá í fyrra. Við fáum að vita meira þegar hún kíkir í heimsókn ásamt Höllu Þorvaldsdóttur framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins.
Valur Gunnarsson og Þorkell Magnússon, NFL-spekingar, ræða deildina sem er hafin að nýju og Super Bowl tilkynningar.
Arnaldur Sölvi Kristjánsson, lektor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í vinnumarkaðshagfræði, ræðir við okkur um fall Play og áhrifin á vinnumarkaðinn og hagkerfið.
Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, og Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræða Play, ferðaþjónustu og flugrekstur.
Hönnu Björt Stefánsdóttur brá þegar hún opnaði vísi í gærmorgunn og sá að hún væri orðin atvinnulaus. Hún er en af 400 fyrrverandi starfsmönnum Play. Hún ræðir stöðuna við okkur.
Frumflutt
30. sept. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.