Morgunútvarpið

5. september - Landsleikur, spilafíkn og tómstundir

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Aserbaísjan í undankeppni HM 2026 í kvöld. Hilmar Jökull Stefánsson, formaður Tólfunnar, stuðningssveitar íslensku landsliðanna, mætir til okkar í upphafi þáttar og hitar upp.

Það vakti athygli okkar á samfélagsmiðlum Guls septembers var sjónum beint verkefninu Karlar í skúrum þar sem eldri menn hittast og vinna ýmsum verkefnum. Við ræðum við formanninn Jón Bjarna Bjarnason.

Sagt var frá því í vikunni eigendur Ölvers í Glæsibæ hafi ákveðið hætta með spilakassa á staðnum. Við ræðum málið við Ölmu Björk Hafsteinsdóttur formann Samtaka áhugafólks um spilafíkn.

Við höldum áfram ræða íþrótta- og tómstundaiðkun barna eftir átta fréttir, þá með Skúla Helgasyni, formanni menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar og Aðalsteini Hauki Sverrissyni, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins.

Við förum yfir fréttir vikunnar með Tótlu I. Sæmundsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaheilla og Kára Hólmari Ragnarssyni, lektori í þjóðarrétti við HÍ.

Frumflutt

5. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,