Morgunútvarpið

21. október - Umferð, bílamarkaðurinn og útflutningur

Búast við vetrarástandi á fjallvegum víða um land næstu daga með takmörkuðu skyggni í éljum eða snjókomu og mögulega erfiðum aksturskilyrðum. Búast við hálku suðvestanlands fram eftir morgni. Árni Friðleifsson hjá umferðarlögreglunni lítur við hjá okkur.

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, ræðir bílamarkaðinn og ýmsar breytingar og breytur þar.

Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, ræðir hátt raungengi og stöðu útflutningsgreinanna.

Það vakti nokkra athygli á dögunum þegar forseti Póllands skrifaði undir lög sem gera tveggja barna foreldra undanþegna tekjuskatti til þess bregðast við sögulegri lægð í fæðingartíðni. Margrét Adamsdóttir, fréttamaður RÚV Polski, ræðir málið við okkur.

Fyrstu drög fyrstu borgarhönnunarstefnu Reykjavíkur voru sett í samráðsgátt í byrjun mánaðar og samráði líkur á fimmtudag. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs kemur til okkar ásamt Ragnhildi Öldu Vilhjálmsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins til ræða stefnuna.

Frumflutt

21. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,