Morgunútvarpið

31. okt. -Mannskaða hálka, hrekkjavöku frestað, Andrés ekki Prins o.fl.

Sagt er á vef veðurstofunnar búast megi við rigningu á Suðvesturlandi með hlýnandi veðri. Líklegt er glerhálka myndist á þjöppuðum snjónum á vegum og gangstéttum. Bráðamóttakan finnur alltaf fyrir færð sem þessari. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum kemur til okkar.

Á þessum nótum ræðum við líka við Sigrúnu A. Þorsteinsdóttur, sérfræðing í forvörnum hjá VÍS. Hún ræðir einnig snjóhengjur, grýlukerti og annað sem húseigendur þurfa hafa í huga.

Eftir því sem leið á gærdaginn fóru blikur verða á lofti með Hrekkjavökuhöld og hvort hreinlega þyrfti fresta hryllingnum vegna veðurs. Í mörgum hverfum hefur verið ákveðið gera einmitt það, til dæmis í Breiðholti. Jóhanna Dýrunn hrekkjavökustjóri segir okkur betur frá.

Við höldum áfram umræðu um stöðuna á Norðuráli og Grundartanga, með Guðríði Eldey Arnardóttur, framkvæmdastjóra Samáls, en hún spurði í grein á Vísi hvort álverin á Íslandi séu útlensk.

Karl Bretakonungur ákvað í gær svipta Andrés Bretaprins prinstitlinum vegna meintra kynferðisbrota hans. Andrés verður því héðan í frá þekktur í sínu heimalandi sem Andrés Mountbatten Windsor en ekki Andrés prins. Anna Lilja Þórisdóttir fréttamaður fer yfir málið með okkur.

Til rekja fréttir vikunnar með okkur mæta fréttamennirnir Freyr Gígja Gunnarsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir í hljóðver.

Frumflutt

31. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,