23. september - Tæknideild lögreglunnar, varnarmál og gullboltinn
Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, verður á línunni í upphafi þáttar þegar við ræðum Austurland og varnarmál.
Björn Kristjánsson, bílasérfræðingur og ráðgjafi hjá FÍB, ræðir við okkur um rannsókn sem leiddi í ljós að fólk finni fyrir meiri bílveikiseinkennum í rafbílum.
Í gær sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti að fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch og elsti sonur hans, Lachlan, gætu verið meðal þeirra fjárfesta sem munu taka yfir stjórn TikTok í Bandaríkjunum. Við ræðum Murdoch og hvað það gæti þýtt við Andrés Jónsson hjá Góðum samskiptum.
Gullboltinn, eða Ballon d'Or, var afhentur í gærkvöldi. Ousmane Dembéle og Aitana Bonmatí voru kjörin besta fótboltafólk ársins, hann í fyrsta skipti og hún þriðja árið í röð. Við ræðum verðlaunin við Jóhann Má Helgason, sparkspeking,
Í gær fagnaði tæknideild lögreglunnar 80 ára afmæli. Hvaða framfarir hafa náðst í rannsóknum lögreglunnar á þessum tíma? Ragnar Jónsson rannsóknarlögreglumaður og blóðferlasérfræðingur lítur við hjá okkur.
Frumflutt
23. sept. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.