3. sept - Noregur, orkudrykkir og tómstundir barna
Helga Margrét Höskuldsdóttir verður á línunni frá Póllandi í upphafi þáttar þegar við ræðum áfram EM í körfubolta.
Herdís Sigurgrímsdóttir, stjórnmálafræðingur, ræðir við okkur um kosningar í Noregi í byrjun næstu viku.
Sagt var frá því fyrr í vikunni að níu fyrrverandi yfirmenn sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna segjast aldrei hafa orðið vitni að framgöngu ráðherra sem komist í líkingu við störf núverandi heilbrigðisráðherra. Hann stofni heilsu allra Bandaríkja manna í hættu. Valtýr Stefánsson Thors - sérfræðingur í barnalækningum og smitsjúkdómalækningum kemur til okkar og fer yfir stöðuna.
Mannsheilinn vinnur þannig úr upplýsingum og áreiti að við venjumst flestu sé það endurtekið nógu oft. Til dæmis erum við flest orðin vön því að sjá ofbeldisfullar bíómyndir án þess að verða mjög hrædd. En hvað ef það sem við sjáum er ekki bíómynd heldur raunveruleiki? Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir sálfræðingur veltir því upp og ræðir við okkur um málið.
Birna Þórisdóttir, lektor í næringarfræði, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf níu þegar við ræðum nýja úttekt landlæknisembættisins þar sem meðal annars kemur fram að neysla orkudrykkja fari vaxandi og að færri taki nú d-vítamín en áður.
Sagt var frá því í kvöldfréttum í gær að íþrótta- og tómstundaiðkun barna getur kostað foreldra mörg hundruð þúsund á ári hverju. Þriggja barna móðir segist hafa greitt tæplega 800 þúsund í æfinga- og mótsgjöld það sem af er ári. Við ræðum málið við Auði Ölfu Ólafsdóttur hjá ASÍ.
Frumflutt
3. sept. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.