Morgunútvarpið

28. október - Atkvæðavægi, áfengi og skyr

Við fræðumst um skyr í morgunsárið. Vilborg Bjarkadóttir doktorsnemi í félagsfræði segir okkur frá merkilegum rannsóknum sínum.

Stuðningsmönnum Víkings og Vals var meinað drekka áfengi á meðan leik félaganna stóð yfir í Víkinni um helgina. Framkvæmdastjóri Víkings segist vona fólk muni geta fengið sér bjór á leikjum á næsta fótboltatímabili. Við ræðum áfengi og íþróttaviðburði við Tómas Þór Þórðarson, starfsmann þingflokks Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi íþróttafréttamann, og Árna Guðmundsson, aðjúnkt og sérfræðing í æskulýðsmálum.

Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu, heldur utan um allan snjómokstur í borginni. Við fáum hann í heimsókn.

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, og Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, ræða hvort jafna þurfi atkvæðavægi í þingkosningum í ljósi starfshóps sem ráðherra hefur skipað og falið er undirbúa frumvarp um slíkar breytingar.

Frumflutt

28. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,