Morgunútvarpið

3. október - Framkvæmdahávaði, hænur og landsleikir

Hilmar Jökull Stefánsson, formaður Tólfunnar, stuðningssveit íslensku landsliðanna í knattspyrnu, verður gestur okkar í upphafi þáttar þegar við ræðum landsleikjagluggann framundan, liðið og uppseldan Laugardalsvöll.

Jóhanna G. Harðardóttir, hænsnabóndi, ræðir við okkur um íslensku landnámshænuna og námskeið sem hún hélt nýlega á vegum Landbúnaðarháskólans um hænsnahald fyrir hinn almenna borgara.

Nokkuð var rætt og deilt um hávaða sem fylgir framkvæmdum vegna frétta um höggbor á Grettisgötu í gær. Við ræðum þessi mál almennt við Hildi Ýr Viðarsdóttur, lögfræðing og formann Húseigendafélagsins.

Fréttir vikunnar: Bogi Ágústsson og Berghildur Erla.

Frumflutt

3. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,