Morgunútvarpið

13. nóvember - Íþróttastarf, utanríkisráðherra og Sarajevó

Síðustu kvöld hafa verið dýrðleg fyrir aðdáendur norðurljósa. Hvernig er norðurljósaspáin framundan? Sævar Helgi Bragason lítur við og fer yfir það með okkur.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, ræðir stöðu mála hvað varðar undanþágu frá fyrirhuguðum verndaraðgerðum Evrópusambandsins gagnvart kísilmálmi.

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur í dag mikilvægan leik við Aserbaísjan sem skiptir miklu máli þegar kemur því komast á HM á næsta ári. Hilmar Jökull Stefánsson, formaður Tólfunnar, ræðir leikinn og stemninguna við okkur.

Það vakti nokkra athygli í gær þegar fjallað var um það í fréttum saksóknarar á Ítalíu hefðu hafið rannsókn á einstaklingum sem grunaðir eru um hafa ferðast til Sarajevó á tímum Júgóslavíustríðsins til þess skjóta þar almenna borgara sér til skemmtunar. Jón Óskar Sólnes, sem þekkir þessi mál vel, ræðir við okkur.

Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður, sparkspekingur og knattspyrnuþjálfari yngri flokka, kallaði eftir því í hlaðvarpinu Dr. football í vikunni meiri samvinna verði í skólastarfi og íþróttastarfi þegar kemur hegðun. Einstaklingur sem komi illa fram við aðra í kennslustofunni - en standi sig vel í íþróttum - verði finna fyrir afleiðingunum á æfingum líka. Við ræðum þessar hugmyndir við Gunnar og Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambands Íslands og fótboltadómara.

Frumflutt

13. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,