Morgunútvarpið

1. október - Bókaútgáfa, friðarverðlaun og matvendni

Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf átta þegar við ræðum stöðu bókaútgáfu í aðdraganda jóla.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær það væri mikil móðgun við þjóð sína ef hann hlyti ekki friðarverðlaun Nóbels. Við ætlum ræða þessi verðlaun og setja í sögulegt samhengi með Stefáni Pálssyni, sagnfræðingi og friðarsinna.

Við ætlum ræða matvendni barna, skólamáltíðir og bragðlaukaþjálfun hjá litlum bragðlaukum við Önnu Sigríði Ólafsdóttur prófessor í næringarfræði.

Þegar kemur ferðamennsku og forgangsröðun aðgerða í náttúruvernd, þarf öll þessi klósett? Katrín Karlsdóttir, verkefnastjóri á þróunarsviði Náttúruverndarstofnunar, fer yfir það með okkur.

Auðunn Kristinsson, framkvæmdastjóri hjá Landhelgisgæslunni, ræðir við okkur í lok þáttar um þjóðaröryggisráð, varnir og dróna.

Frumflutt

1. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,