Morgunútvarpið

3. nóvember - Orð ársins, bóksala og íþróttasigrar

Íslenskur danshópur kom og sigraði á Hiphop Weekend í Malmö. Það er árlegur street dans viðburður haldinn af ástríðufullum og reyndum dönsurum þar sem einhverjir bestu og framsæknustu dansarar heims mæta til battla. Við heyrum í Iðunni Önnu Hannesdóttur dansara og danskennara.

Sævar Helgi um vísindafréttir.

Dictionary.com hefur valið 67 orð ársins. Við ræðum við Önnu Sigríði Þráinsdóttur, málfarsráðunaut hér á RÚV, um þessa niðurstöðu þeirra og þau orð sem einkennt hafa íslenskt samfélag á árinu.

Helga Margrét Höskuldsdóttir gerir upp helgina í íþróttunum.

Starri Reynisson, bóksali, verður gestur okkar í lok þáttar þegar við ræðum verð á bókum og skrif hans um Arnaldarvísitöluna.

Frumflutt

3. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,