Rafn Bergsson, formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands, ræðir stöðu mála í upphafi þáttar, afkomu og breytingar.
Steinþór Jónsson, eigandi og hótelstjóri á Hótel Keflavík, vill breyta fánalögum þannig að heimilt verði að hafa þjóðfánann uppi allan sólarhringinn frá 15. maí til 15. september og ætlar að senda öllum þingmönnum áskorun þess efnis. Ég ræði við Steinþór um fánann og mögulegar breytingar.
Við höldum áfram umræðu um bókalestur barna og unglinga, nú með Andreu Ævarsdóttur, sem hefur lengi starfað á skólabókasafni og situr í stjórn Félags bókasafns- og upplýsingafræðinga.
Við ræðum stöðuna á húsnæðismarkaði í aðdraganda húsnæðis- og efnahagspakka ríkisstjórnarinnar með Jónasi Atla Gunnarssyni, hagfræðingi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, og Guðmundi Hrafni Arngrímssyni, formanni Leigjendasamtakanna.
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsu Embættis landlæknis, verður gestur minn eftir fréttayfirlit hálf níu þegar við ræðum hvort endurhugsa þurfi hagvöxt í ljósi nýrra rannsókna, en sjónum var meðal annars beint að þeim málum hjá nóbelsverðlaunahöfunum í hagfræði í ár, eins og við ræddum í gær.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, verður gestur minn í lok þáttar þegar við ræðum stöðu flokksins og miðstjórnarfundinn núna um helgina.