Morgunútvarpið

Mánudagur allra mánudaga með Röggu Nagla, sjónvörp, Venesúela og íþróttirnar

Í dag er fyrsti mánudagur ársins og hann er mánudagur allra mánudaga. Mörg búin vera í löngu fríi en tekur alvaran við. Við slóum á þráðinn til Ragnhildar Þórðardóttur, sem við þekkjum flest sem Röggu nagla. Hún er sálfræðingur með áherslu á heilsuvenjur og lumar á góðum ráðum svona í byrjun árs.

Tæknihornið er á sínum stað og Guðmundur Jóhannsson, sérfræðingur Morgunútvarpsins, fjallaði um sjónvörp, hvorki meira minna!

Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði loftárásir á Venesúela um helgina og í kjölfarið var forsetinn Nicolas Maduro og eiginkona hans handsömuð og flutt úr landi. Trump segir Bandaríkin stýra landinu þangað til hægt tryggja örugg valdaskipti og olíuinnviðir landsins verði byggðir upp af bandarískum fyrirtækjum. Danilo Nava er frá Venesúela en kom til Íslands árið 2016. Hann starfar í dag sem spænskukennari og kennari í íslensku og kíkti til okkar í Morgunútvarpið.

Íþróttirnar voru á sínum stað og Einar Örn Jónsson frá íþróttadeild RÚV fór yfir sviðið.

Frumflutt

5. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,