Morgunútvarpið

6. nóv. -Meint lýðskrum, stóra Lego keppnin og óvelkomnar milljónir

Dómsmálaráðherra sagði í fréttum í gær sterkar vísbendingar vera um námsmannaleyfi útlendinga við háskóla hér séu misnotuð og ástæða til grípa inn í. Gauti Kristmannsson prófessor og deildarforseti Íslensku- og menningardeilda Háskóla Íslands segir ráðherra þar gerast sekan um ódýrt lýðskrum í innsendum pistli á vísi. Hann kemur til okkar.

Stóra Lego keppnin fagnar 20 ára afmæli í ár og verður haldin með pompi og prakt um helgina. Við fáum Rögnu Skinner og Svein Bjarka Tómasson verkefnastjóra til okkar.

Aðalsteinn J. Halldórsson, oddviti í Tjörneshreppi, verður á línunni en enn er óljóst hvort hreppurinn geti afþakkað 250 milljóna króna fólksfækkunarframlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, eins og hreppsnefndin vill gera.

Í gær samþykktu umhverfisráðherrar Evrópusambandsríkja bráðabirgðasamkomulag um loftslagsmarkmið sambandsins til ársins 2040. Samkomulagið útvatnar verulega tillögu framkvæmdastjórnar þess. Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar lítur við.

Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, verður gestur okkar í lok þáttar þegar við ræðum verðlag, jólaösina framundan og tilboðsdaga.

Frumflutt

6. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,