Minnt var á 10 ára afmæli í gær, afmæli sem líklegast fæstir Íslendingar fagna. Það var 10 ára afmæli lúsmýsins á Íslandi. Við heyrum í Arnari Pálssyni erfðafræðingi og prófessor í lífupplýsingafræði við HÍ. Hann hefur ásamt samstarfsfólki rannsakað útbreiðslu og greint erfðaefni þessa ágenga gests. Áherslan er m.a. að kortleggja dreifingu þessara tegunda á höfuðborgarsvæðinu og framvindu þeirra yfir sumarið.
Það vakti athygli okkar í Bændablaði gærdagsins að verkefni Eims sem snýr að því að stuðla að nýtingu glatvarma til sniglaræktunar hefði fengið myndarlegan styrk úr Lóusjóði. Felst það verkefni í að kynna sniglarækt sem sjálfbæra hliðarbúgrein fyrir bændur. Við ræðum við Sigurð Líndal hjá Eimi um þessi mál.
Jón Jónsson, þjóðfræðingur, ræðir við okkur um tilviljanakennda varðveislu menningararfsins, minjavernd og sögustaði.
Þóra Tómasdóttir segir okkur frá dularfullu máli Sean Bradley fiðluleikara sem hvarf hér um bil sporlaust 2018.
Við förum síðan yfir fréttir vikunnar með Heimi Má Péturssyni, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, og Tómasi Þór Þórðarsyni, starfsmanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Frumflutt
27. júní 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.