Morgunútvarpið

Verðleikasamfélagið, finnsku forsetakosningarnar, mótmæli bænda, þunglyndislyfjanotkun barna o.fl..

Hrönn Stefánsdóttir, formaður atvinnu- og menntahóps ÖBÍ sagði okkur frá málþinginu Ertu ekki enn farinn vinna?! á vegum Öryrkjabandalags Íslands sem haldið verður í Nauthól í dag.

Seinni umferð finnsku forsetakosninganna fer fram 11. febrúar og við ræddum við Helgu Hilmisdóttur, rannsóknarlektor við Háskóla Íslands, og sérfræðing í málefnum Finnlands, um niðurstöður kosninganna og hvað tekur við.

Við töluðum Gunnar Þorgeirsson, formann Bændasamtaka Íslands, um mótmælin og rekstrarskilyrði hér í evrópskum samanburði.

Hvers vegna eru börnin okkar nota margfalt magn þunglyndislyfja á við börn á hinum norðurlöndunum? þessu spyr Jóhann A. Sigurðsson heimilislæknir og prófessor emeritus en ávísunum fjölgar milli ára. Hann kom til okkar ræða málið.

Við ræddum óvænt úrslit 32 liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta þegar Maidstone United vann öflugan útisigur á Ipswich við Stefán Pálsson, sagnfræðing og knattspyrnusérfræðing.

Guðmundur Jóhannsson leit við hjá okkur í lok þáttar og fóryfir það nýjasta úr heimi vísindanna.

Tónlist:

Katrín Helga Ólafsdóttir - Seinasti dansinn okkar.

Foster The People - Sit Next To Me.

Gosi og Salóme Katrín - Tilfinningar.

The emotions- Best Of My Love.

GDRN - Ævilangt.

Sprengjuhöllin - Verum í sambandi.

Khruangbin - A Love International.

Frumflutt

30. jan. 2024

Aðgengilegt til

29. jan. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,