Morgunútvarpið

Brennisteinsfjöll skjálfa, tónlistarbransinn, mannfjöldaspá, Alþjóðadómstóllinn og Olympíuleikar matreiðslumeistara.

Um helgina gekk yfir skjálftahrina með nokkrum skjálftum um og yfir þremur stærð suðaust­ur af höfuðborg­ar­svæðinu, norðvest­ur af Bláfjöll­um, í svokölluðum Húsfellsbruna. Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði fór í saumana á því hvað lesa í skjálftana og hvað við vitum um kerfið þar undir.

Íslenskt tónlistarfólk skapar, gefur út og nemur lönd. Þessari miklu grósku fylgir líka fjölgun starfa í tónlistarbransanum og þar er það fólkið bak við tjöldin sem lætur hlutina gerast. Anna Jóna Dungal tónlistarbransaráðgjafi og eigandi OK AGENCY fór yfir þetta með okkur en hún undirbýr námskeið um efnið.

Sigurður Árnason sérfræðingur hjá Byggðastofnun fór yfir mannfjöldaspá stofnunarinnar en Íslendingum fjölgar hratt.

Kári Hólmar Ragnarsson lektor við Lagadeild kom til okkar og ræddi niðurstöðu Alþjóðadómstólsins í Haag í máli Suður- Afríku gegn Ísrael fyrir brot á alþjóðalögum um þjóðarmorð.

Evu Björk Benediktsdóttur íþróttafréttamaður ræddi helstu tíðindi úr íþróttaheiminum.

Þórir Erlingsson forseti klúbbs matreiðslumeistara kíkti til okkar í spjall og sagði okkur frá Olympíuleikum í matreiðslu .

Tónlist:

Mannakorn - Ef þú ert mér hjá.

Zach Bryan og Kacey Musgraves - I remember everything.

Stevie Wonder - Pastime paradise.

Axel Flóvent - When the sun goes down.

David Bowie - Let's dance.

Bubbi Morthens - Ennþá er tími.

Richard Hawley - Seek it.

Elton John - Crocodile rock.

Daði Freyr - Thank you.

Frumflutt

29. jan. 2024

Aðgengilegt til

28. jan. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,