Morgunútvarpið

22. júní

Aðalheiður Eysteinsdóttir listakona er þessa stundina undirbúa sig undir gjörningamaraþon sitt en hún hyggst fremja 60 gjörninga næstu 6 dagana á sextíu ólíkum stöðum og með sér hátt í þrjátíu gestalistamenn. Fyrsti gjörningurinn hefst stundvíslega klukkan 10 í dag á Akureyri. Við hringdum norður til heyra betur í listakonunni.

Mark­tæk­ur mun­ur sést á læsi hjá nem­end­um í fyrsta og öðrum bekk Grunnskóla Vestmannaeyja eftir skólinn hóf þátttöku í rann­sókn­ar- og þró­un­ar­verk­efn­inu Kveikj­um neist­ann! 83% nem­enda í 2. bekk voru læs­ir við lok skóla­árs. Þaul­reyndir kenn­arar sjá mikl­ar fram­far­ir hjá nem­end­um milli ár­ganga.

Anna Rós Hall­gríms­dótt­ir skóla­stjóri GRV sagði okkur meira frá þessu verkefni og árangrinum sem þau sjá.

Sjálfboðaliðarnir í Slysavarnarfélaginu Landsbjörg eru gera sig klára til þess vera til staðar fyrir ferðamenn á hálendinu sautjánda árið í röð. En hver er þörfin á Hálendisvakt fyrir ferðamenn og hver borgar? Félagið reiðir sig á styrki frá almenningi og við fengum Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúa hjá Landsbjörg til okkar til ræða fjáröflunina og Hálendisvaktina.

Í gær var hjúkrunarfræðingur sýknuð af manndrápi á geðdeild í Héraðsdómi Reykjavíkur en málið hefur verið áberandi í fjölmiðlum frá því andlát sjúklingsins bar að. Þetta er ekki fyrsta málið þar sem heilbrigðisstarfsmaður fer fyrir dóm vegna alvarlegs atviks í heilbrigðiskerfinu sem leitt hefur til andláts. Ragnar Freyr Ingvarsson læknir er þeirrar skoðunar málið enn eitt dæmið um ámælisverð vinnubrögð fjölmiðla og farið allt of geyst í umfjöllun um þau.

Hátt í fjörutíu eru slösuð í París eftir mikla sprengingu í fimmta hverfi borgarinnar en byggingin, sem hýsti listaskóla, stóð í ljósum logum og hrundi lokum. Við ræddum við Kristínu Jónsdóttur sem búsett er í París.

Sumarið er tími bæjarhátíðanna og fólk flykkist með börn og buru á þessar hátíðir víðs vegar um landið. En ein er hátíð sem lætur sér ekki duga eina helgi heldur er með uppákomur allar helgar frá næsta fimmtudegi til 3. ágúst. Sjöunda árið í röð er blásið til Bæjar-og tónlistarhátíðarinnar Hjarta Hafnarfjarðar?. Páll Eyjólfsson hjá Bæjarbíói er skipuleggjandi hátíðarinnar og var hjá okkur í lok þáttar.

Tónlist

FLOTT - L'amour.

FLEETWOOD MAC - Landslide.

Chris Rea - On the beach.

Júníus Meyvant & KK - Skýjaglópur.

VALDIMAR - Yfirgefinn.

Mr. Probz - Waves (Robin Schulz radio remix).

KRASSASIG - Hlýtt í hjartanu (ft. JóiPé).

CHRISTINE AND THE QUEENS - Je te vois enfin.

Björgvin Halldórsson og Ragnh

Frumflutt

22. júní 2023

Aðgengilegt til

21. júní 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,