Morgunútvarpið

Jóladagatala-Cult, testósterón, Pan-arcticvision og fréttir vikunnar

Umræða í Morgunútvarpinu í gær um jóladagatöl og nostalgíuna sem þeim tengist vakti talsverða athygli hlustenda. Í kjölfarið hafði Bjartur Aðalbjörnsson samband sem segir RÚV ekki hafa staðið sig nógu vel í miðla gömlum jóladagatölum á borð við Baðkari til Betlehem, Stjörnustrák, Hvar er Völundur?, Jól á leið til jarðar og Tveir á báti til yngri kynslóða. Hann hefur sjálfur reynt halda heiðri þáttanna á lofti ítarlegum skrifum á Wikipedia og í hlaðvarpi. Morgunútvarpið sló á þráðinn til Vopnafjarðar og heyrði í Bjarti.

Hvað útskýrir fjarveru þessa klassíska sjónvarpsefnis í Spilara RÚV? Málið er snúið og Morgunútvarpið krafði Agnesi Wild, teymisstjóri barna- og ungmennaþjónustu RÚV, svara.

Þið þekkið auðvitað öll Eurovision, síðast fórum við yfir hið rússneska Intervision en hvað með Pan-Arcticvision? Það verður haldið um helgina. Valur Gunnarsson sagði okkur betur frá því.

Í umræðum á internetinu hefur borið á því karlmenn kenni testósterónskorti um ýmsa líkamlega kvilla sem mætti mögulega útskýra með öðrum hætti. Svo virðist sem æ fleiri leiti til lækna í von um aukið testósterón en svo eru auðvitað einhverjir sem kaupa hormónið á svörtum markaði með hættum sem því fylgja. Hvað útskýrir þessa skyndilegu testósterónþörf íslenskra karla? Þurfa þeir á þessu halda eða er þetta allt saman einn stór misskilningur? Morgunútvarpið ræddi við Guðna Arnar Guðnason innkirtlalækni.

Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir og Ebba Sigurðardóttir kitla hláturtaugar áhorfenda í Þjóðleikhúskjallaranum með Improv Ísland um þessar mundir. Þær mættu í Morgunútvarpið og fóru með okkur yfir fréttir vikunnar.

Frumflutt

28. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.

Þættir

,