Morgunútvarpið

2. sept. -Kína og Indland, jafnrétti í íþróttum og sálræn dómgæsla

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, verður gestur okkar í upphafi þáttar en í nýlegri umsögn félagsins um boðaða reglugerðarsetningu umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, um merkingar einnota plastvara, muni krafa um íslensku leiða til minni sam­keppni og hærra verðs.

Geir Sigurðsson, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Kína, ræðir við okkur um fundi forseta Kína með forseta Rússlands og Indlands.

Willum Þór Þórsson forseti ÍSÍ hvetur alla íþróttahreyfinguna á Íslandi marserar fyrir raunverulegu jafnrétti. Hann ræðir málið við okkur ásamt Þórey Önnu Ásgeirsdóttur Valskonu.

Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands ætlar senda formlega kvörtun til FIBA Europe í kjölfar ákvarðana dómara í lok leiksins gegn Póllandi. Daði Rafnsson, íþróttasálfræðingur og doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík, ræðir við okkur um gagnrýni á dómara og eitt og annað sem tengist þessu máli.

Við ræðum stöðuna í borginni við Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginnni, og Helgu Þórðardóttur, oddvita Flokks fólksins.

Frumflutt

2. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,