Morgunútvarpið

25. apríl - Hamingjan, frídagar og galdrar

Arnar Pálsson prófessor í lífupplýsingafræði hefur setið sveittur í dögunum við svara spurningum á Vísindavefnum sem tengjast kynjum í náttúrunni. Hann kemur til okkar í spjall um málið.

Í dag fer fram málþing á Þjóðminjasafninu um galdra á Íslandi þar sem flutt verða erindi um íslenska galdrahefð, afstöðu Árna Magnússonar til galdra, útgáfu galdrahandrita og áhuga samtímafólks á slíku efni. Jón Jónsson og Kári Pálsson, þjóðfræðingar, koma til okkar.

Í nýlegum þjóðarpúlsi Gallup kom fram kjósendur Framsóknarflokksins séu ánægðari með líf sitt en þau sem kjósa aðra flokka og Sósíalistar séu óánægðastir. Við ætlum ræða hamingjuna og stjórnmálin við Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins sem skrifaði í gær grein þar sem hún spurði hvers vegna Framsóknarfólk væri hamingjusamast, og Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa Sósíalista.

Nokkuð er um frídaga þessar vikurnar en þeir voru fleiri hér áður fyrr þegar við fengum til mynda þriðja í jólum, þriðja í páskum og þriðja í hvítasunnu. Konungur breytti því 1770 og sagt hefur verið honum hafi fundist íslensk alþýða hafa of mikið af almennum frídögum. Við ræðum þessi mál við Jón Kristinn Einarsson, doktorsnema í sagnfræði.

Fréttir vikunnar verða á sínum stað. Bókmenntahátíðin setur mark sitt á þær hjá okkur og við fáum til okkar skáldin og rithöfundana Einar Lövdahl og Brynju Hjálmsdóttur.

Frumflutt

25. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,