Morgunútvarpið

3. mars -Bolludagur, styrkir, gervigreind og formaður Sjálfstæðisflokks

Óskarsverðlaunahátíðin fór fram í nótt. Dröfn ösp Snorradottir Rozas býr í LA og lifir og hrærist í kvikmyndagerð -hún gefur okkur óskarinn beint í æð.

Í dag er bolludagur og því nóg gera í bakaríum landsins. Lilja Guðrún Liljarsdóttir, eigandi Passion bakarí, verður á línunni.

Nokkuð hefur verið deilt um notkun á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum um matarmenningu Íslendinga hér á RÚV. Við köfum í þau mál með Guðmundi Oddi Magnússyni, Goddi, listamanni og fyrrverandi prófessor við Listaháskóla Íslands.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur í dag opinn fund til fjalla um ákvörðun fjármála- og efnahagsráðherra um krefjast ekki endurgreiðslu framlaga til stjórnmálasamtaka sem uppfylltu ekki ákveðin skilyrði. Við ræðum við formann nefndarinnar, Vilhjálm Árnason, þingmann Sjálfstæðisflokksins, og Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur, þingmann Samfylkingarinnar.

Við förum yfir íþróttir helgarinnar með íþróttadeildinni.

Guðrún Hafsteinsdóttir nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins kemur til okkar í lok þáttar.

Frumflutt

3. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,