Morgunútvarpið

11. nóvember - Heimilislæknar, húsnæðismarkaður og stjórnmálin

Douglas Dakota flugvélin Gunnfaxi og systurvélar ollu straumhvörfum við mörg byggðalög og tengdu þau við höfuðborgina. Gunnfaxi var færð á Sólheimasand í sumar en það lýst Vinum Gunnfaxa ekki vel á. Efnt hefur verið til söfnunar til koma vélinni á safn og varðveita hana sem best. Bræðurnir Jón Karl Snorrason, og Snorri Snorrason líta við hjá okkur.

Við rákum augun í tvær fréttir gær þar sem fólk deilir sögum sínum af því gervigreindarforritið ChatGPT hafi greint þau, þegar heilbrigðiskerfinu hafi ekki tekist það, þeirra sögn. Við ræðum þróunina við Gunnar Þór Geirsson, formann Félags íslenskra heimilislækna.

Við höldum síðan áfram umræðu um hvort færa eigi klukkuna á Íslandi aftur um eina klukkustund. Grænlenska þingið mun á næsta ári kjósa um breyta klukkunni í landinu aftur í sitt gamla horf en henni var breytt árið 2023. Við ræðum reynsluna við Ingu Dóra Guðmundsdóttur, sem búsett er í Nuuk.

Viðskiptabankarnir þrír hafa allir kynnt breytingar á lánskjörum. Við förum yfir stöðu mála með Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Við förum síðan yfir stöðuna í stjórnmálunum með Viktori Orra Valgarðssyni, stjórnmálafræðingi, og Guðmundi Heiðari Helgasyni, almannatengli.

Frumflutt

11. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,